Velkomin

Hefur þú þá seiglu sem til þarf? Samstarfsverkefnið Resilience – a key skill for education and job fjallar um að skoða hvernig aðstoða  má einstaklingum til að takast á við mótlæti eða breytingar og þróa og auka með sér seiglu.

Talið er að þeir sem þekki styrkleika sína og hafa trú á eigin getu hafi betri möguleika á að yfirvinna áhrif þess að verða fyrir mótlæti. Einnig er talið að þeir einstaklingar sem þekki styrkleika sína greinist síður með þunglyndi og/eða kvíða og gengur betur í námi og starfi.
Í verkefninu hafa verið þróaðar aðferðir sem aðstoða einstaklinga við að bæta líf sitt og umhverfi ásamt því að efla seiglu. Helstu afurðir verkefnisins eru:

  • verkefnakista, sem inniheldur úrval af æfingum til að efla seiglu
  • leiðbeiningar þar sem útskýrt er hvernig hægt er að nýta seiglu meðal starfsstétta,
  • tölvuleikur sem þjálfar seiglu,
  • Persónuprófíll, sem er viðtalsaðferð fyrir náms- og starfsráðgjafa og aðra sérfræðinga til að styðja við einstaklinga sem standa frammi fyrir breytingum í lífi sínu,
  • sjálfsmatslisti, sem veitir upplýsingar um mismunandi hæfniþætti seiglu og gefur tölulegar niðurstöður.

Þjálfun í að efla seiglu einstaklinga og hæfni þeirra til að takast á við ýmsa erfiðleika sem mæta þeim á lífsleiðinni, til dæmis streitu, eykur líkur á að þeir mæti atburðum lífsins á jákvæðan máta. Þjálfun eflir einstaklinga til meiri virkni og getur hjálpað þeim að nýta styrkleika sína til að ná árangri.