Sjálfsmat: Seigla - spurningalisti
Sjálfsmat: Seigla - spurningalisti
Spurningalistinn samanstendur af 21 spurningu þar sem þrjár spurningar fylgja hæfniþáttum sem taldir eru vera mikilvægir fyrir einstakling til að efla með sér seiglu.
Hæfniþættirnir eru:
- skynjun
- ná tökum á lífinu
- mynda tengsl
- bjartsýni og jákvæðni
- lausnamiðuð/miðaður
- heilbrigður lífsstíll
- trú á eigin getu
Þú finnur æfingar í verkefnakistunni undir hæfniþáttunum, ef þú hefur þörf fyrir að efla með þér seiglu.
Spurningalistann má nota á mismunandi vegu:
- Innan fullorðinsfræðslu er heppilegt að nýta listann við sjálfsmat einstaklinga á námskeiðum í seigluþjálfun. Spurningalistann er hægt að nýta á öllum stigum námskeiðs, til dæmis í upphafi þegar verið er að kynna hæfniþættina, við kynningu á æfingum og í enda námskeiðs. Listinn er einnig hentugur sem matstæki í upphafi námskeiðs og aftur í lokin til að skoða hvort seigla einstaklinga hafi aukist.
- Leiðbeinandi á námskeiði getur lagt spurningalistann fyrir í upphafi námskeiðs til að greina þarfir þátttakenda hvað varðar seigluþjálfun. Leiðbeinandi getur síðan valið æfingar við hæfi eftir þarfagreininguna.
- Við þjálfun má nota spurningalistann því hver fullyrðing í listanum tengist seiglu og vinna má með hvern og einn þátt með einstaklingi.
- Mælt er með að leiðbeinandi svari spurningalistanum sjálfur áður en hann leggur hann fyrir aðra.