Verkefnið

Markmið verkefnisins er að sýna fram á að seigla er mikilvægur þáttur þess að takast á við breytt þjóðfélag þar sem krafist er meira frumkvæðis og sveigjanleika hjá fullorðnum einstaklingum.Í verkefninu er mikilvægi hugtaksins kannað og skoðuð hafa verið áhrif seiglu innan menntakerfisins og á vinnumarkaði.

Þeir aðilar sem helst geta nýtt sér afurðir verkefnisins eru ráðgjafar, kennarar og leiðbeinendur sem styðja einstaklinga á leið sinni til aukins þroska.  Afurðir verkefnisins eru:

  • Leiðbeiningar um hvernig ýta má undir seiglu einstaklinga í fullorðinsfræðslu og ráðgjöf. Seigla er talinn einn af undirstöðuþáttum við að ná árangri hjá einstaklingum sem eiga við einhvers konar erfiðleika að stríða eða þurfa sérstaka þjálfun.
  • Verkefnakista sem inniheldur æfingar sem taldar eru auka seiglu hjá fullorðnum einstaklingum.
  • Viðtalsform sem ætlað er fyrir ráðgjafa og aðra sérfræðinga þar sem meðal annars er lögð áhersla á seiglu. Markmið viðtalsformsins er að styðja við einstaklinga þegar þeir standa frammi fyrir breytingum í lífi sínu.
  • Sjálfsmatslisti er spurningalisti sem nota má mismunandi vegu um mat á seiglu og veitir upplýsingar um mismunandi hæfniþætti seiglu.
  • Tölvuleikur þar sem þjálfaðir eru þættir hjá einstaklingum sem auka sjálfstraust og seiglu.