Á döfinni

Ráðstefna um seiglu í Vinarborg

Lokaráðstefna verkefnisins var haldin þann 6. nóvember 2014  í Vín þar sem 130 þátttakendur voru frá 15 mismunandi löndum í Evrópu. Þátttakendurnir voru kennarar, ráðgjafar sálfræðingar, heilbrigðisstarfsmenn og aðrir þeir sem áhuga hafa fyrir að efla seiglu meðal skjólstæðinga sinna og annarra.  Á ráðstefnunni voru afurðir verkefnisins kynntar og hvernig best mætti nýta þær. Myndir frá ráðstefnunni má finna undir yfirskriftinni "Afurðir".

Fræðslufundur um seiglu  á Íslandi

Föstudaginn 10. október var verkefnið Seigla - Resilience - a key skill for education and job kynnt í húsnæði Mímis að Öldugötu 23. Anna Sigurðardóttir og Björg J. Birgisdóttir sem hafa unnið í verkefninu síðastliðin tvö ár, kynntu afurðir þess. Lögð var áhersla á að kynna Persónuprófílinn sem er viðtalsform sem ráðgjafar og aðrir sérfræðingar geta nýtt sér.

Persónuprófíllinn er byggður á kenningum í náms- og starfsráðgjöf, hópráðgjöf og öðrum fræðigreinum. Viðtalsformið nýtir aðferðir félagslegrar hugsmíðahyggju þar sem miðað er við að einstaklingur þroskist með aukinni þekkingu og reynslu. Þarfakenning Glassers sem byggir á því að einstaklingurinn hafi félagslegar og sálrænar þarfir, er svo notuð í samtali með það að markmiði að gera líf einstaklingsins innihaldsríkara.

Um 40 náms- og starfsráðgjafa mættu á ráðstefnuna og var almenn ánægja með verkefnið og aðferðirnar sem þar voru kynntar.

Samstarfsfundur í Bath

Um miðjan nóvember var haldinn samstarfsfundur í Bath. Á fundinum var farið yfir stöðuna á afurðum verkefnisins. Farið var yfir skipulag matskerfis, en helstu verkefnin framundan eru að prófa og meta afurðirnar í löndum þátttakenda. 

Evrópsk ráðstefna um iðn- og tæknimenntun í Aþenu

Verkefnakistan sem inniheldur æfingar sem þjálfa einstaklingar í að þroska með sér aukna seiglu var kynnt á evrópskri ráðstefnu um iðn- og tæknimenntum í Aþenu í okótber síðastliðnum. Stjórnendur og sérfræðingar frá Finnlandi, Möltu, Spáni, Sviss, Danmörku Ítalíu, Hollandi og Bretlandi tóku þátt í hringborðsumræðum um æfingarnar. Þar var ein æfing prófuð og niðurstaða hópsins var sú að þessi æfing væri mjög gagnleg sérstaklega fyrir atvinnulaust ungt fólk.